Skagafjörður

4. umferð MB11 haldin á Norðurlandi sl. helgi

Margt var um manninn á Sauðárkróki og Blönduósi sl. helgi þegar strákar úr 6. bekk, og foreldrar þeirra, voru komnir á Norðurland til að keppa á törneringu í körfubolta (MB11). Skráðir voru til leiks um 350 þátttakendur í 59 liðum alls staðar að af landinu en spilað var í 12 riðlum sem endaði í 119 leikjum.
Meira

Fyrsti leikur Stóla í úrslitum Subway deildarinnar verður háður í kvöld

Fyrstu tveir leikir úrslitakeppni Subwaydeildar karla fara fram í kvöld er Tindastóll tekur á móti Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki og Valur fær Stjörnuna í heimsókn í Origo-höllina á Hlíðarenda. Á morgun mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Þór Þorlákshöfn og Grindavík í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn.
Meira

Álfhildur leiðir VG og óháð í Skagafirði

V listi, Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði var samþykktur á félagsfundi VG í félagsheimilinu í Hegranesi í gærkvöldi. Þetta mun vera ellefti VG listinn sem lítur dagsins ljós fyrir kosningarnar 14. maí í vor. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur leiða listann, í þriðja sæti er Pétur Örn Sveinsson, tamningamaður og bóndi.
Meira

Hópur frá FNV heimsótti Vilníus á vegum Erasmus+

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er þátttakandi í Erasmusverkefninu og á heimasíðu skólans segir að dagana 27. mars til 3. apríl heimsóttu fimm nemendur FNV í félagi við tvo kennara Vilníus í Litháen og tóku þar þátt í vinnuviku á vegum verkefnisins. Auk Íslendinga og Litháa voru þáttakendur frá Eistlandi, Tékklandi, Englandi og Spáni.
Meira

Æfingaferðin til Portúgal hefur gengið frábærlega

Knattspyrnufólk í Tindastóli skaust á dögunum suður til Portúgals til æfinga og undirbúnings fyrir komandi tímabil í boltanum. Að sögn Sæþórs Más Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Stólanna, er ferðin búin að ganga alveg frábærlega, mjög góð stemning í hópnum og æfingarnar hafa heppnast mjög vel. Hópurinn, sem telur 35 manns, er á svæði sem heitir Colina Verde. „Eru í rauninni með hótelið út af fyrir sig og mjög gott æfingasvæði,“ segir Sæþór.
Meira

Spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi

Á vegum Textílmiðstöðvar Íslands verða haldnar sjö spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi að Þverbraut 1 dagana 22. apríl - 7. maí nk. Námskeiðin eru ókeypis fyrir þátttakendur á kostnað Shemakes Evrópuverkefnisins sem Textílmiðstöðin tekur þátt í.
Meira

Byggðagleraugun enduðu á nefi HMS á Sauðárkróki

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndardæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Meira

Skagfirðingar á palli á Íslandsmóti í crossfit

Íslandsmótið í crossfit fór fram um helgina í CrossFit Reykjavík en um svokallaða boðskeppni var að ræða þar sem tólf efstu á Íslandi í Open, sem er alþjóðleg netkeppni á vegum crossfit, fengu sæti á mótinu. Þrír Skagfirðingar fengu þetta boð, Áslaug Jóhannsdóttir, Haukur Rafn Sigurðsson og Ægir Björn Gunnsteinsson.
Meira

Bjartir tímar framundan í Gránu

„Eftir magra tíð á tímum heimsfaraldurs er lífið í Gránu að færast í eðlilegra horf,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, yfirsturlungur í Gránu á Króknum, þegar Feykir spyr hann út í hvað sé framundan en Grána Bistro og sýningin 1238 – Baráttan um Ísland voru lokuð nú í byrjun árs en þá urðu breytingar í veitingarekstri og sömuleiðis herjaði Covid-veiran sem sjaldan fyrr á okkar svæði.
Meira

Þórgunnur sigursæl í Meistaradeild Líflands og æskunnar

Lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar fór fram í Víðidalnum í Reykjavík um helgina þar sem keppt var í gæðingaskeiði (PP1) og slaktaumatölti (T2). Þórgunnur Þórarinsdóttir, frá Sauðárkróki, stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni en einnig var hún í stigahæsta liðinu.
Meira