Skagafjörður

Á sveitaballi :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 2. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávarborg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðribrekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Ennfremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022

Eftir rúm tvö ár í undarlegum aðstæðum sem sköpuðust vegna áhrifa kórónuveirunnar, sem á einhvern undarlegan hátt ákvað að herja á mannkynið með Covid-19, stefna Skagfirðingar ótrauðir á að halda alvöru Sæluviku með glaum og gleði sem aldrei fyrr. Þar sem er Sæluvika þar er Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Ísland næstu árin

Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022?

Það styttist óðfluga í Sæluviku Skagfirðinga og við setningarathöfn Sæluvikunnar í ár verður kunngjört hver hlýtur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022 en þau eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag. Óskað er eftir tilnefningum en þær þurfa að berast í síðasta lagi 10. apríl nk.
Meira

Jóhanna Ey í efsta sæti Byggðalistans

Byggðalistinn hefur opinberað framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Skagafirði vorið 2022. Jóhanna Ey Harðardóttir tekur við forystuhlutverkinu af Ólafi Bjarna Haraldssyni, Sveinn Úlfarsson vermir annað sætið og Eyþór Fannar Sveinsson það þriðja.
Meira

Fimm þúsund Feykismyndir skrásettar á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

Þeim áfanga var náð á dögunum í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga að allar ljósmyndir sem voru í eigu Feykis hafa verið skráðar. Að sögn Sveins Sigfússonar, starfsmanns safnsins, voru þær rétt um fimm þúsund talsins og tók verkið vel á annað ár.
Meira

Ótrúlega gaman að keppa fyrir hönd FNV

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram síðastliðið sunnudagskvöld og venju samkvæmt átti Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra frambærilegan fulltrúa. Að þessu sinni var það Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir, 16 ára hæfileikabúnt, sem fékk það verkefni að fara fyrst á svið í beinni útsendingu á RÚV og það var próf sem hún stóðst með glans. Hún réðist heldur ekkert á garðinn þar sem hann var lægstur, skellti sér í Whitney Houston ballöðuna I Have Nothing og rúllaði dæminu upp. Feykir hafði samband við söngkonuna efnilegu.
Meira

Dalbæingar telja vorið verða seint á ferðinni

Á fundi Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða apríl varð bjartsýni, eða kannski hitasýn, klúbbfélaga fyrir veðri mánaðarins á Norðurlandi ekki eins mikil og hún hefur verið það sem af er árinu, segir í skeyti spámanna. „Sjáum við fyrir okkur áframhaldandi umhleypingar en þó líklega óvenju mikla kuldatíð.“
Meira

Norræn myndbandasamkeppni fyrir hugmyndaríka krakka!

Norræna verkefnið NordMar Biorefine sem Matís stýrir hefur sett af stað myndbandasamkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 14-19 ára. Keppnin er opin öllum á þessum aldri á Norðurlöndunum, þar með talið á Íslandi.
Meira

Tindastóll með öruggan sigur á liði Keflvíkinga í fyrsta leik

Úrslitakeppni Subway-deildarinnar í körfuknattleik fór í gang í kvöld og það voru lið Tindastóls og Keflavíkur sem riðu á vaðið. Stólarnir höfðu unnið sjö síðustu leiki sína í deildinni og mættu til leiks þrútnir af sjálfstrausti, enda varð leikurinn hin besta skemmtun fyrir stuðningsmenn Stólanna því liðið sýndi sínar bestu hliðar og skellti Keflvíkingum af miklu öryggi. Lokatölur 101-80 og það er lið Tindastóls sem nær í fyrsta sigurinn í rimmu liðanna sem mætast að nýju í Keflavík nk. föstudag.
Meira