Skagafjörður

Hestamennska í Skagafirði

Hestamennskan í Skagafirði er mér mikið hjartans mál enda sat ég í fyrstu stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings til fimm ára. Hestaíþróttir er ein fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ sem segir þó nokkuð um umfang hennar. Hestamannafélagið Skagfirðingur er eitt stærsta hestamannafélag landsins og fjölmennasta íþróttafélag sveitarfélagsins.
Meira

„Þetta verður hörkuleikur,“ segir Hannes Ingi um viðureign Stóla og Njarðvíkur í kvöld

Í kvöld fer fram þriðji leikur Tindastóls og Njarðvíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta og með sigri komast Stólar í úrslitaleikinn. Leikurinn fer fram í Ljónagryfju Njarðvíkinga og miðaframboð afar takmarkað, segir á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls en þar er fólk hvatt til að næla sér í miða á símaappinu Stubbi. Feykir náði í Hannes Inga Másson sem hefur bullandi trú á að Stólar fari með sigur af hólmi.
Meira

Fyrsta stökkmót öldunga í Varmahlíð

Stökkmót UÍ Smára í öldungaflokkum fór fram í íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 23. apríl 2022. Keppt var í fjórum greinum; hástökki með og án atrennu, langstökki og þrístökki án atrennu. Fimm keppendur mættu til leiks í karlaflokkum en því miður enginn í kvennaflokkum.
Meira

Iðunn Kolka Gísladóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal FNV í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í 21 skipti í Skagafirði, en ein lokahátíð féll niður vegna covid. Stóra upplestrarkeppnin er miklu meir en keppni einn dagpart því er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju, en markmið Stóru upplestarkeppninnar er að allir nemendur fái þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Hestadagar í Skagafirði um helgina - Tekið til kostanna og Meistaradeild KS

Tekið til kostanna 2022 fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 29. apríl nk. kl. 20:00 - Húsið opnar klukkan 18 og segir í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins að hamborgari og kaldur verði í boði í reiðhöllinni. Lagt verður á skeið á Hólum á laugardag.
Meira

Sigursælir Húnvetningar á frjálsíþróttamóti UFA og Norðlenska

Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi keppenda komu af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu.
Meira

Senn verður skrifað undir samning um menningarhús á Sauðárkróki

Fram kom í setningarávarpi Sigfúsar Inga Sigfússona, sveitarstjóra svf. Skagafjarðar, er Sæluvikan formlega hófst, að nú væru menningarmála- og fjármálaráðuneytin að ganga frá samningi um framkvæmd menningarhúss á Sauðárkróki og að ritað yrði undir samning á næstu dögum.
Meira

1.500 tonn af þorski bætast við strandveiðipottinn

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar þar sem nú verða alls 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ráðherra ákvað að bæta í strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða.
Meira

Kvennakórinn Sóldís á Blönduósi í kvöld

Nú birtir á ný, segja söngkonur Sóldísar sem koma nú fram á ný eftir Covid-frí undanfarin misseri. Á sunnudagskvöldið, í upphafi Sæluviku, hélt kórinn tónleika í Miðgarði þar sem vel var mætt og stemningin góð. Í kvöld halda kórkonur til Blönduóss þar sem efnt verður til tónleika í Blönduóskirkju kl. 20.
Meira

Tónleikar til styrktar Úkraínu

Úkraínuhópurinn í samvinnu við Rauðakrossinn og Menningarfélag Gránu heldur tónleika næstkomandi fimmtudagskvöld í Sauðárkrókskirkju kl. 20:00 og mun ágóði þeirra renna óskiptur til bágstaddra í Úkraínu. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Önnu Szafraniec á Sauðárkróki, sem fékk Rauða krossinn og Menningarfélag Gránu í lið með sér ásamt fjölda tónlistarfólks í Skagafirði.
Meira