Skagafjörður

Allt undir í Síkinu í kvöld

Það þarf eflaust ekki að minna nokkurn á það að Tindastóll og Njarðvík mætast í Síkinu í kvöld í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Feykir spáir því að það verði barist frá fyrstu til síðustu sekúndu enda er allt undir; Tindastóll leiðir einvígið 2-1 og vilja pottþétt tryggja sér farseðilinn í úrslitarimmu gegn liði Vals á heimavelli í kvöld á meðan gestirnir úr Njarðvík verða að vinna leikinn til að halda draumnum sínum á lífi og tryggja sér oddaleik í Ljónagryfjunni suður með sjó.
Meira

Skagafjörður til framtíðar

Í Skagafirði er gott að búa, fjölbreytt atvinnulíf og aðstæður góðar fyrir fjölskyldufólk. Hér viljum við ala upp börnin okkar og er því mikilvægt að grunninnviðir sveitarfélagsins séu í lagi. Í upphafi kjörtímabilsins sem nú er að líða var bæði vöntun á íbúðarhúsnæði og leikskólaplássi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því lagt mikla áherslu á að fjölga lóðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins og stuðla að uppbyggingu á leikskólum um fjörðinn.
Meira

SKAGAFJÖRÐUR LÍFSINS GÆÐI OG GLEÐI

Sveitarfélagið Skagafjörður vann og samþykkti árið 2014 FJÖLSKYLDUSTEFNU SKAGAFJARÐAR sem er sex síðna plagg með afar göfugum fyrirheitum og áætlunum að glæsilegri stefnu. Árið 2019 skrifuðu fulltrúar sveitarfélagsins Skagafjarðar undir það að vera HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG og árið 2020 var ákveðið að sveitarfélagið Skagafjörður yrði BARNVÆNT SVEITARFÉLAG.
Meira

Sterkur Skagafjörður

Skagafjörður er góður búsetukostur enda sveitarfélagið bæði víðfeðmt og fallegt með fullt af möguleikum. Einn megin styrkur atvinnulífs í Skagafirði er hversu blandað atvinnulífið er. Í grunninn erum við framleiðslusamfélag sem byggir á landbúnaði og sjávarútvegi en samhliða því höfum við einnig byggt upp öflugt þjónustusamfélag þar sem bæði starfar mikið af sjálfstæðum fyrirtækjum en einnig opinberar stofnanir.
Meira

Menningarhús á Sauðárkróki :: Leiðari Feykis

Það kom fram í Sæluvikusetningarávarpi Sigfúsar sveitarstjóra í Skagafirði að innan skamms mætti búast við því að hönnun og framkvæmdir menningarhúss á Sauðárkróki geti farið af stað í kjölfar undirritunar samnings á milli sveitarfélaganna og ráðherra menningar- og fjármála, eins og hægt er að lesa um í Feyki vikunnar. Þetta eru afar góðar fréttir og vissulega við hæfi að segja frá þeim í upphafi menningarhátíðar Skagfirðinga.
Meira

Barnvænn Skagafjörður

Eitt af grundvallaratriðum okkar í lífinu er að börnunum líði vel. Því er svo mikilvægt að hlúa vel að okkar yngsta fólki og skapa þeim umhverfi þar sem þau fá að njóta sín.
Meira

Reynist Basi vera markahrókur?

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jordán Basilo Meca, sem er iðulega kallaður Basi, um að leika með karlaliðinu í 4. deildinni í sumar. Basi er 24 ára sóknarmaður frá Spáni og er von á honum á Krókinn í næstu viku.
Meira

Tindastólsmenn enn að í Lengjubikarnum

Tindastóll spilaði við lið Hamars í gær í 8 liða úrslitum í C-deild Lengjubikarsins og var spilað á Domusnovavellinum í Reykjavík. Hvergerðingar komust yfir um miðjan fyrri hálfleik en Stólarnir svöruðu að bragði og gerðu síðan sigurmarkið í síðari hálfleik en þá voru Króksararnir orðnir einum færri. Lokatölur því 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Karlakórinn Heimir með tónleika í kvöld

Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis fara fram í Miðgarði í kvöld, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Vӓljaots. Heimispiltar hafa æft stíft fyrir tónleikana og vænta þess að fólk fjölmenni í Menningarhúsið í Miðgarði. Á Facebook-síðu kórsins er þeim sem ekki nenna að standa í biðröð bent á að hægt er að nálgast miða í Olís Varmahlíð og Blómabúðinni á Sauðárkróki. Sama gamla góða miðaverðið, kr. 4000.
Meira

ByggðaListinn - Agnar H. Gunnarsson skrifar

Það vorar. Það er eitthvað unaðslegt við vorið, vorið er tími draumanna, þegar mannfólkið og öll náttúran vaknar til nýrra daga, nýrra möguleika. Nú er meira að segja kosningavor, sem er möguleikavor, möguleika til að breyta og gera eitthvað nýtt. Við hér í nýju sveitarfélagi í Skagafirði, þessu yndislega héraði okkar, kjósum í fyrsta skipti öll í sama sveitarfélagi og þá er um að gera að vanda sig.
Meira