feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
30.04.2022
kl. 13.21
„Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki, á Skagfirðingabrautinni þar sem ég bý enn,“ segir Kristbjörg Kemp sem segir frá því hvað hún er með á prjónunum þessa dagana. „Ég gekk í barna- og gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og síðan í fjölbraut á Króknum. Ég lauk BA prófi í ensku frá HÍ, kláraði kennsluréttindanám frá sama skóla og lauk að lokum meistaranámi frá HÍ þar sem áhersla var lögð á áhættuhegðun ungmenna og forvarnir. Ég vinn í Árskóla og er deildarstjóri á unglingastigi. Maðurinn minn heitir Guðni Kristjánsson og hann kemur frá Siglufirði. Við eigum þrjú börn, Rakel, Kristján Rögnvald og Matthildi, þrjú tengdabörn þau Maríu Önnu, Nandiu og Bjarna Pál. Barnabörnin okkar eru Stefán Þór (10 ára), Davíð Örn (6 ára) og Guðni Freyr (1 árs). Labrador hundurinn Garpur setur svo sinn svip á heimilislífið á Skagfirðingabrautinni.“
Meira