Skagafjörður

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, á varpar alþingismenn og íslensku þjóðina

Á morgun, föstudaginn 6. maí kl. 14, mun Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í sjónvarpi, á vef Alþingis og öðrum vefmiðlum.
Meira

Staða fatlaðs fólks til skammar í sveitarfélaginu

Ég er svo hugsi eftir fund sem fór fram í gær, 4. maí, við frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga um stöðu fatlaðs fólks í Skagafirði og finn fyrir brennandi þörf til að tjá mig.
Meira

Aðgengi fyrir alla?

Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í fyrstu grein samningsins er kveðið á um að markmið hans sé að efla, verja og tryggja að fatlað fólk skuli njóta allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra.
Meira

Sterkari Skagafjörður fyrir eldri borgara

Á næsta kjörtímabili viljum við í Framsókn ráðast í samstarf við heilbrigðisráðuneytið um fjölgun hjúkrunar- og dvalarrýma á Sauðárkróki og skoða möguleika á þjónustuíbúðum og stækkun dagdvalar.
Meira

Fjórða bólusetning í boði fyrir 80 ára og eldri

Einstaklingar 80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni vegna Covid-19 á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins.
Meira

Sólveig Arna ráðin leikskólastjóri Ársala

Sólveig Arna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við leikskólann Ársali á Sauðárkróki en fram kemur á vef sveitarfélagsins að Sólveig Arna sé menntaður leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri. Tekur hún við af Guðbjörgu Halldórsdóttur sem stýrt hefur skólanum um skeið.
Meira

Keðjan jafn sterk og veikustu hlekkirnir

Grunnur er hluti byggingar sem við í mannvirkjagerðinni þekkjum vel. Við lærum strax mikilvægi þess að hann standi réttur og sterkur til að framhaldið verði vandað og endingargott. Með því að tileinka sér þessa hugsjón í öllu sem við gerum búum við til vegferð sem skilar sér margfalt til baka.
Meira

Þuríður Harpa hvetur sem flesta til að mæta á opinn fund ÖBÍ og Þroskahjálpar á KK Restaurant í dag

Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp býður til opins fundar á KK Restaurant á Sauðárkróki klukkan 17 í dag með frambjóðendum allra flokka í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, mun ræða áherslur og stefnumál fatlaðs fólks, Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, heldur stutta kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og niðurstöður könnunar Gallup um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum verða ræddar. Þá fá frambjóðendur að kynna sig og áherslur sínar í málaflokknum og að endingu verða pallborðsumræður og spurningar leyfðar úr sal.
Meira

SÁÁ álfurinn í gervi töframanns þetta árið

Frækið fólk úr körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tekið að sér að selja Álfinn fyrir SÁÁ næstu daga. Sölufólk Tindastóls verður á ferð á fjölförnum stöðum í Skagafirði fram á næstu helgi, ekki síst verslunum og bensínstöðvum. Á Hofsósi hefur 10. bekkur grunnskólans austan vatna tekið að sér að annast Álfasöluna. Í tilkynningu frá SÁÁ segir að þetta sé í 34. skipti sem samtökin standi að Álfasölunni, sem er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna.
Meira

Mikilvægi íþrótta og hreyfingar

Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt.
Meira