Skagafjörður

Frá sveitasíma til snjalltækis

Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum.
Meira

Auðveldar okkur vinnuna, segir Guðmundur Haukur um kaup ríkisins á stjórnsýsluhúsnæði Blönduósbæjar

Dómsmálaráðherra hefur, með vilyrði fjármálaráðherra, ákveðið að ganga til viðræðna við Blönduósbæ um kaup á stjórnsýsluhúsnæði bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að með kaupum á fasteigninni verði hægt að bæta nýtingu og auka hagræði í rekstri en ríkið á fyrir 1. og 3. hæð hússins sem er nýtt undir starfsemi sýslumannsins á Norðurlandi vestra og lögreglunnar.
Meira

Hjálmaafhending Kiwanis í Skagafirði verður á sunnudaginn

Kiwanisklúbbarnir í Skagafirði Freyja og Drangey munu afhenda öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Skagafirði reiðhjólahjálma næstkomandi sunnudag klukkan 11 á skólalóð Árskóla á Sauðárkróki. Til stóð í upphafi að athöfnin færi fram á laugardeginum en var færð til vegna umhverfisdags Fisk Seafood sem fram fer á sama tíma víða í héraðinu.
Meira

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, á varpar alþingismenn og íslensku þjóðina

Á morgun, föstudaginn 6. maí kl. 14, mun Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í sjónvarpi, á vef Alþingis og öðrum vefmiðlum.
Meira

Staða fatlaðs fólks til skammar í sveitarfélaginu

Ég er svo hugsi eftir fund sem fór fram í gær, 4. maí, við frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga um stöðu fatlaðs fólks í Skagafirði og finn fyrir brennandi þörf til að tjá mig.
Meira

Aðgengi fyrir alla?

Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í fyrstu grein samningsins er kveðið á um að markmið hans sé að efla, verja og tryggja að fatlað fólk skuli njóta allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra.
Meira

Sterkari Skagafjörður fyrir eldri borgara

Á næsta kjörtímabili viljum við í Framsókn ráðast í samstarf við heilbrigðisráðuneytið um fjölgun hjúkrunar- og dvalarrýma á Sauðárkróki og skoða möguleika á þjónustuíbúðum og stækkun dagdvalar.
Meira

Fjórða bólusetning í boði fyrir 80 ára og eldri

Einstaklingar 80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni vegna Covid-19 á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins.
Meira

Sólveig Arna ráðin leikskólastjóri Ársala

Sólveig Arna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við leikskólann Ársali á Sauðárkróki en fram kemur á vef sveitarfélagsins að Sólveig Arna sé menntaður leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri. Tekur hún við af Guðbjörgu Halldórsdóttur sem stýrt hefur skólanum um skeið.
Meira

Keðjan jafn sterk og veikustu hlekkirnir

Grunnur er hluti byggingar sem við í mannvirkjagerðinni þekkjum vel. Við lærum strax mikilvægi þess að hann standi réttur og sterkur til að framhaldið verði vandað og endingargott. Með því að tileinka sér þessa hugsjón í öllu sem við gerum búum við til vegferð sem skilar sér margfalt til baka.
Meira