Skagafjörður

Dalbæingar búast við köldum maí með einhverjum hretum

„Eins og fram kom í viðtali Síðdegisútvarps Rásar2 þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn, eftir aukafund klúbbsins, þá eigum við von á frekar hæglátum en köldum maí en þó með einhverjum hretum,“ segir í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar.
Meira

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira

Aðalsteinn hverfur frá Byggðastofnun til innviðaráðuneytis

Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson, forstjóra Byggðastofnunar, í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu og mun hann taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Áhætta sýndarveruleikans

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var ég sem íbúi þessa sveitarfélags einhart á móti þeirri ákvörðun meirihluta að taka þátt í þeirri áhættufjárfestingu sem aðkoma sveitarfélagins hefur verið að Sýndarveruleika ehf. Það er ágætt að rifja aðeins upp hver sú aðkoma var og er enn í dag og hvernig sú aðkoma heftir sveitarfélagið í rekstri og framkvæmdagetu. Samningur sveitarfélagsins við Sýndarveruleika er að hluta til bundinn trúnaði og bindandi til 30 ára.
Meira

Engin fuglaflensuhræ fundist á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu fór fram talning á helsingjum í Skagafirði og Húnavatnssýslunum á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og fundust nálægt 45 þúsund fuglar. Að sögn Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings hjá NNV, heppnaðist talningin afar vel en helsingjarnir gera hér stuttan stans á leið sinni til norðaustur Grænlands.
Meira

Viljayfirlýsing um stækkun verknámshúss FNV undirrituð

Í gær skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ingileif oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, undir viljayfirlýsingu um stækkun verknámshúss skólans. Þar með er langþráðum áfanga náð í þeirri vegferð að koma húsnæði iðngreina í viðunandi horf.
Meira

Rútuferð á þriðja leikinn

Stuðningsmenn Stólanna voru ánægðir með sína menn í gærkvöldi eftir að þeir lögðu Valsmenn í parket í Síkinu. Þriðji leikurinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Origo-höll Valsmanna nú á fimmtudagskvöldið og gengur víst vel að selja stuðningsmönnum Tindastóls miða á leikinn. Sveitarfélagið Skagafjörður mun bjóða upp á rútuferð í borgina og til baka.
Meira

Ný myndlistarsýning á Kaffi Hólum

Sýningin Átthagi og ætterni opnar laugardaginn 14. maí kl.15. Til sýnis eru bæði gömul og ný verk eftir Hallrúnu Ásgrímsdóttur myndlistarkonu sem útskrifaðist frá myndlistaskólanum á Akureyri árið 2017.
Meira

Skagafjörður á tímamótum

Íbúar Skagafjarðarhéraðs ganga nú til kosninga, sameinað í einu sveitarfélagi. Það mun því skipta máli að hafa í forsvari reynslumikið og öflugt sveitarstjórnarfólk. Sem hefur sýnt að það nær árangri.
Meira

Stólarnir buðu upp á hnallþórur í Síkinu | UPPFÆRT

Tindastóll og Valur mættust í öðrum leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Að venju var stemningin í ruglinu og Tindastólsmenn voru vel tengdir, náðu strax yfirhöndinni í leiknum og litu aldrei til baka. Strákarnir okkar leiddu með 19 stigum í hálfleik, 53-34, og náðu mest 24 stiga forystu í þriðja leikhluta. Valsmenn náðu muninum niður í tíu stig en Stólarnir náðu vopnum sínum á ný og með Pétur í algjöru eðalformi þá tóku þeir sigurinn. Lokatölur 91-75.
Meira