Skagafjörður

Við viljum samtalið

Í sveitarstjórn sitja fulltrúar sem íbúar hafa kosið til að standa vörð um hagsmuni sína og taka ákvarðanir fyrir þeirra hönd. Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að hafa fengið traust til þess að sitja í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar síðastliðin fjögur ár. Eiginlega eins og að vera í námi með vinnu, því að kvöld og helgar fara í að setja sig inn í ákveðin málefni eða eiga samtöl við íbúa um hvað má gera öðruvísi eða betur.
Meira

Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra

Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjördag

Laugardaginn 14. maí 2022, kjördag, verður opið hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga sem hér segir:
Meira

Hvernig eflum við mannauðinn?

Það dýrmætasta sem við eigum er góð heilsa. Hér á orðatiltækið ,,enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ einstaklega vel við. Að vera hluti af heild, hvort sem það er á vinnustað eða í félags- og tómstundastarfi, tel ég afar mikilvægt, því öll viljum við eiga samleið með öðrum í gegnum lífið. Nú á tímum er aukin umræða um mikilvægi andlegrar heilsu og áhrif hennar á líkamlega heilsu einstaklings.
Meira

Nýtum sóknarfærin

„Að koma saman er upphafið; að halda saman eru framfarir; að vinna saman er árangur.“ Fyrstu kosningar til sameinaðs sveitarfélags Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru framundan næstkomandi laugardag. Á þeim tímamótum er ágætlega við hæfi að rifja upp framangreind orð bílaframleiðandans og brautryðjandans Henry Ford. Með sameiningunni komum við saman og nú gildir ekki eingöngu að standa saman heldur leggja grunn að góðum árangri með því að vinna saman. Vonandi er að ný sveitarstjórn beri gæfu til þess að gefa tóninn í þeim efnum og ekki er síður vonandi að samstaða á meðal íbúanna verði lyftistöng framfara á ýmsum sviðum.
Meira

Hvernig á að tryggja okkur nægt rafmagn til að geta ráðist í stórtæk orkuskipti?

Ljóst er að Íslendingar verða að auka raforkuframleiðslu þjóðarinnar talsvert ef við eigum að geta fylgt eftir áætlun stjórnvalda um orkuskipti. Skagfirðingar verða að gæta hagsmuna sinna og tryggja afhendingaröryggi á nægjanlegri orku fyrir fólkið sem býr í héraðinu og atvinnulífið. Jafnframt ber að leggja áherslu á að vera með hleðslustöðvar sem víðast, ekki aðeins fyrir bílana okkar heldur einnig fyrir skip og jafnvel flugvélar, ef við erum hæfilega framsýn . Ef spár ganga eftir þurfum við á komandi árum umtalsvert meira magn af rafmagni en við notum í dag. Þá er um leið eðlilegt að spyrja sig að því hvar og hvernig við náum í þetta rafmagn?
Meira

Áfram gakk!

Tindastólsmenn heimsóttu Valsmenn að Hlíðarenda í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Stólarnir áttu frábæran fyrri hálfleik og leiddu með 16 stigum í hálfleik. Valsmenn nörtuðu í forystuna í þriðja leikhluta en í þeim fjórða gekk hvorki né rak hjá okkar mönnum og Valsmenn sigu framúr á lokasekúndunum. Lokatölur 84-79 og Valsmenn því komnir með undirtökin að nýju.
Meira

Starri Heiðmarsson ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustofunnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi.
Meira

Ágætu Skagfirðingar, senn líður að sveitarstjórnarkosningum

Síðastliðinn fimmtudag mætti ég, líkt og margir sveitungar, á framboðsfund í Miðgarði þar sem glæstur hópur yngri og eldri frambjóðenda kynntu stefnumál sín og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Mikið var fjallað um leikskólamál, eflingu tónlistarskólans og skólamál almennt sem er auðvitað nauðsynlegt og ágætt. Ég undraðist þó að ekkert var fjallað um uppbyggingu eða styrkingu atvinnulífsins og eflingu stærstu atvinnugreinar landsins, ferðaþjónustunnar.
Meira

Fínn sigur á Fylki í Lengjudeildinni

Stólastúlkur brunuðu í borgina í gær og parkeruðu við Wurth-völlinn í Árbænum þar sem lið Fylkis beið eftir þeim. Bæði lið spiluðu í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og máttu þola fall niður í Lengjudeildina skemmtilegu. Fyrir tímabilið var liði Tindastóls spáð þriðja sæti en Fylki því fimmta og það mátti því búast við hörkuslag. Sú varð og raunin þó aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en það gerði lið Tindastóls og þrjú stig í baukinn.
Meira