Skagafjörður

Nýtum sóknarfærin

„Að koma saman er upphafið; að halda saman eru framfarir; að vinna saman er árangur.“ Fyrstu kosningar til sameinaðs sveitarfélags Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru framundan næstkomandi laugardag. Á þeim tímamótum er ágætlega við hæfi að rifja upp framangreind orð bílaframleiðandans og brautryðjandans Henry Ford. Með sameiningunni komum við saman og nú gildir ekki eingöngu að standa saman heldur leggja grunn að góðum árangri með því að vinna saman. Vonandi er að ný sveitarstjórn beri gæfu til þess að gefa tóninn í þeim efnum og ekki er síður vonandi að samstaða á meðal íbúanna verði lyftistöng framfara á ýmsum sviðum.
Meira

Hvernig á að tryggja okkur nægt rafmagn til að geta ráðist í stórtæk orkuskipti?

Ljóst er að Íslendingar verða að auka raforkuframleiðslu þjóðarinnar talsvert ef við eigum að geta fylgt eftir áætlun stjórnvalda um orkuskipti. Skagfirðingar verða að gæta hagsmuna sinna og tryggja afhendingaröryggi á nægjanlegri orku fyrir fólkið sem býr í héraðinu og atvinnulífið. Jafnframt ber að leggja áherslu á að vera með hleðslustöðvar sem víðast, ekki aðeins fyrir bílana okkar heldur einnig fyrir skip og jafnvel flugvélar, ef við erum hæfilega framsýn . Ef spár ganga eftir þurfum við á komandi árum umtalsvert meira magn af rafmagni en við notum í dag. Þá er um leið eðlilegt að spyrja sig að því hvar og hvernig við náum í þetta rafmagn?
Meira

Áfram gakk!

Tindastólsmenn heimsóttu Valsmenn að Hlíðarenda í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Stólarnir áttu frábæran fyrri hálfleik og leiddu með 16 stigum í hálfleik. Valsmenn nörtuðu í forystuna í þriðja leikhluta en í þeim fjórða gekk hvorki né rak hjá okkar mönnum og Valsmenn sigu framúr á lokasekúndunum. Lokatölur 84-79 og Valsmenn því komnir með undirtökin að nýju.
Meira

Starri Heiðmarsson ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustofunnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi.
Meira

Ágætu Skagfirðingar, senn líður að sveitarstjórnarkosningum

Síðastliðinn fimmtudag mætti ég, líkt og margir sveitungar, á framboðsfund í Miðgarði þar sem glæstur hópur yngri og eldri frambjóðenda kynntu stefnumál sín og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Mikið var fjallað um leikskólamál, eflingu tónlistarskólans og skólamál almennt sem er auðvitað nauðsynlegt og ágætt. Ég undraðist þó að ekkert var fjallað um uppbyggingu eða styrkingu atvinnulífsins og eflingu stærstu atvinnugreinar landsins, ferðaþjónustunnar.
Meira

Fínn sigur á Fylki í Lengjudeildinni

Stólastúlkur brunuðu í borgina í gær og parkeruðu við Wurth-völlinn í Árbænum þar sem lið Fylkis beið eftir þeim. Bæði lið spiluðu í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og máttu þola fall niður í Lengjudeildina skemmtilegu. Fyrir tímabilið var liði Tindastóls spáð þriðja sæti en Fylki því fimmta og það mátti því búast við hörkuslag. Sú varð og raunin þó aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en það gerði lið Tindastóls og þrjú stig í baukinn.
Meira

Síðasta sýning á Nei ráðherra á laugardaginn

Nú er komið að leiðarlokum hjá þeim Örvari Gauta Scheving, ráðherra, Gógó ritara og Guðfinni Maack, aðstoðarmanni ráðherra, og öllum hinum sem glatt hafa áhorfendur í Bifröst undanfarnar vikur í Bifröst í leikritinu Nei ráðherra Leikfélags Sauðárkróks.
Meira

Til hvers öflugan tónlistarskóla?

Tónlist og kórsöngur hefur löngum verið stór partur af menningarlegri sjálfsmynd Skagfirðingsins. Öll viljum við að menningarlífið blómstri, en hvernig? Mikilvægi tónlistarinnar er einstakt og ekkert sem kemur í hennar stað. Til þess að svo megi verða áfram þurfum við öflugan tónlistarskóla þar sem fjölbreytt námsval stendur til boða.
Meira

Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur

Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það.
Meira

Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði í Grettistaki

Rangar upplýsingar komu fram í Sjónhorni vikunnar að kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði yrði á kosningaskrifstofunni á kjördag. Rétt er að flokkurinn býður í kaffi og kökur í veitingasal Grettistaks á heimavist Fjölbrautaskólans og hefst klukkan 15.
Meira