Skagafjörður

Kiwanisklúbburinn Freyja selur K lykilinn

Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar „Lykill að lífi“ stendur nú yfir með sölu á K lyklinum. Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki stendur vaktina í Skagfirðingabúð í dag til klukkan 18 og á morgun bætist Hlíðarkaup við en þá verður selt á milli klukkan 16-18.
Meira

Markaður í Ljósheimum í dag

Í dag klukkan til klukkan 18:00 er markaður í ljósheimum frá Cosmo Kringlunni.
Meira

Rabb-a-babb 209: Selma Hjörvars

Nafn: Selma Hjörvarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Fædd og uppalin í Reykjavík en segist alltaf vera að vestan. Pabbi (Hjörvar Óli Björgvinsson)var fæddur og uppalinn á Grímsstaðarholtinu en mamma (Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir) í Fljótavík á Hornströndum. Á mikið af skyldfólki fyrir vestan og ræturnar sterkar þangað. Við Tommi bjuggum svo fyrir vestan í 10 ár þannig að Vestfirðirnir kalla alltaf á mig. Ég á sex systkini sem eru dreifð um Ísland, Noreg og Svíþjóð. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ryan Reynolds, Miriam Margolyes og Sandra Bullock. Held að það væri bara rosalega skemmtileg blanda af skemmtilegu fólki.
Meira

Umhverfisdagurinn í Skagafirði á laugardaginn

Umhverfisdagurinn í Skagafirði verður haldinn nk. laugardag, 21. maí og að sögn Ingibjargar Huld Þórðardóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar, verður hann tileinkaður útivist og umhverfisvitund. „Allir eru hvattir til að fara út og njóta þess sem Skagafjörður hefur uppá að bjóða,“ segir Inga Huld.
Meira

Upp á topp með Tindastól! - Létt upphitun með stuðningsmannasöngvum.

Það er ekki laust við að spenningur sé allsráðandi hjá körfuboltaunnendum í dag þar sem úrslitaleikur Subway deildarinnar fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda í Reykjavík fyrir sunnan. Varla þarf að minna á að þarna takast á lið Tindastóls og Vals í körfuboltanum og fer sigurliðið heim með Íslandsmeistarabikarinn. Af því tilefni dustum við rykið af þekktum stuðningsmannalögum Stólanna.
Meira

Beðið eftir oddaleik Tindastóls og Vals

Mikil röð hefur myndast ,við íþróttahúsið á Sauðárkróki, útaf miðasölu á oddaleik Tindastóls og Vals
Meira

Stólastúlkur mæta Íslandsmeisturum Vals í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í dag og þar voru Stólastúlkur í pottinum. Það er umdeilanlegt hvort drátturinn geti talist hagstæður en lið Tindastóls fékk heimaleik gegn hinu gríðarsterka liði Vals sem er ríkjandi Íslandsmeistari. Það er að sjálfsögðu heiður að mæta meisturunum en leikurinn fer fram laugardaginn 28. maí og hefst kl. 17:00.
Meira

Einstæð ör-leikhúsupplifun hjá Handbendi brúðuleikhúsi

Heimferð (Moetvi Caravan), eftir Handbendi brúðuleikhús í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi) verður hluti af listahátíð í Reykjavík. Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er m.a. notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.
Meira

Jóhanna Ey með flestar útstrikanir

Nú eru sveitarstjórnarkosningar afstaðnar. Lítið var um útstrikanir í þessum kosningum þó einhverjar hafi verið. Kjörsókn var 73,8% sem skilaði sér í 2357 greiddum atkvæðum og aðeins 64 útstrikunum.
Meira

Fjölmenn vígsla hesthússins á Staðarhofi

Fjöldi manns mætti á vígslu hesthússins að Staðarhofi í fyrrum Staðarhreppi í Skagafirði sl. föstudag og samglöddust eigendum, þeim Sigurjóni Rúnari Rafnssyni og Maríönnu Rúnarsdóttur.
Meira