Skagafjörður

Úrslit í Skólahreysti 2022

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram í kvöld 21.maí í Íþróttahöllinni í Garðabæ oftast nefnd Mýrin. Keppnin var í beinni útsendinu á Rúv og þeir sem misstu af útsendingunni geta kíkt á hana í leit á Rúv.
Meira

WR Hólamótinu lokið

Fram kemur á Eidfaxi.is að WR Hólamótinu sé lokið.
Meira

Þú getur sýnt Kraft í verki

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd og sýna almenningi inn í reynsluheim félagsmanna Krafts og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra.
Meira

Arnar Geir í fyrsta sinn á Íslandsmótið í pílukasti

Íslandsmót í pílukasti var haldið helgina 14. og 15. maí síðastliðinn og mættu um 70 manns til að taka þátt, meðal þeirra var Arnar Geir Hjartarson sem keppti fyrir hönd pílu og bogfimideildar Tindastóls. Í tilefni þess sendi blaðamaður Feykis Arnari nokkrar spurningar þessu tengdar.
Meira

Lið Afríku átti ekki séns gegn Stólunum

Tindastólsmenn heimsóttu Afríku í dag á OnePlus völlinn en þeir Afríkumenn hafa lengi baslað í 4. deildinni. Þeir náðu að halda aftur af Stólunum fyrsta hálftímann en staðan var 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttirnar og gestirnir bættu við tíu mörkum. Donni þjálfari var hæstánægður með framlag Spánverjans Basi sem leikur í fremstu víglínu en kappinn gerði fimm mörk og lagði upp þrjú til viðbótar. Lokatölur semsagt 0-12 og góður sigur staðreynd.
Meira

Einn dagur af Sæluviku :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 3. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég var 2 vetur til heimilis á Sjávarborg í Skagafirði og þar heyrði ég mikið talað um „Sæluviku Skagfirðinga“, sem haldin er í tengslum við sýslunefndarfund. Er þá oft mannmargt á Sauðárkróki og alltaf hægt að velja um skemmtanir, sem eru seinni part dagsins. Það er til dæmis karlakórssöngur, sjónleikur, umræðufundir og alltaf dans á eftir.
Meira

Söðulsessan sem breyttist í mynd og brúðan hennar Sissu :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Í sparistofunni í Áshúsinu í Glaumbæ er útsaumuð mynd (BSk 1993:2) með blómamunstri á vegg. Myndin er eftir Kristínu Símonardóttur (1866-1956) frá Brimnesi. Upphaflega var myndin hluti af söðulsessu eins og konur notuðu til að smeygja undir sig í söðulinn, til að mýkja sætið. Kristín gaf hana vinkonu sinni Sigríði Pétursdóttur (1858-1930) í Utanverðunesi, þegar hún gifti sig 1880. Sú umsögn fylgdi myndinni að Kristín hefði byrjað á henni 1876 en það ártal er saumað í myndina. Þá var hún tíu ára gömul. Sagt er að hún hafi klárað verkið á fermingarári sínu. Hún hefur saumað myndina með mislöngu spori.
Meira

HK sigur þrátt fyrir góða endurkomu Stólastúlkna

Tindastóll og HK mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli í kvöld. Það má segja að þetta hafi verið leikur tveggja ólíkra hálfleika því HK réð ferðinni frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik og leiddu sanngjarnt, 0-1, í hálfleik. Stólastúlkur náðu undirtökunum með mikilli baráttu í síðari hálfleik en þrátt fyrir að hafa skapað sér mýmarga sénsa síðasta stundarfjórðunginn þá kom jöfnunarmarkið ekki í þetta skiptið. HK stúlkurnar hans Guðna Þórs fóru því með öll þrjú stigin með sér suður eftir 0-1 sigur.
Meira

Kormákur/Hvöt mætir Kára á Króknum

Það verður spilað í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum á morgun, laugardaginn 21. maí, en þá á Húnvetningar í Kormáki/Hvöt lið Kára frá Akranesi í heimsókn. Til stóð að leikið yrði á Blönduósvelli en hann er væntanlega ekki klár í slaginn og gervigrasið á Sauðárkróki því tekið til kostanna.
Meira

Arnar og Sigurður Gunnar í liði ársins og Baldur Þór valinn þjálfari ársins

Körfuknattleikstímabilinu lauk sem kunnugt er síðastliðið miðvikudagskvöld þegar Valur hafði betur í oddaleik gegn liði Tindastóls eftir hreint magnaða úrslitaseríu. Nú í hádeginu fór verðlaunahátíð KKÍ fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og þar voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr heiðraðir sem og þjálfarar. Tveir leikmanna Tindastóls voru valdir í úrvalslið Subway deildar karla, þeir Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var valinn þjálfari ársins.
Meira