Skagafjörður

Aktu varlega! Mamma og pabbi vinna hér

Vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, mun standa yfir í sumar. Af því tilefni var ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis og kynnt til leiks eftirtektarverð skilti á morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem Vegagerðin stóð fyrir þriðjudaginn 7. júní 2022.
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar með pompi og prakt

Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona er höfundur Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins 2022. Nefnist sýningin ÞRÁÐLAG og opnaði Ragnheiður hana sunnudaginn 29. maí að viðstöddum gestum. Verkin eru flest ný og gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar. Við opnunina sungu og spiluðu hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson (Hugrún og Jonni) nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda.
Meira

Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu.

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu þriðjudaginn 7. júní 2022 klukkan 9.00 í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Flutt verða nokkur áhugaverð erindi en fundinum lýkur með kynningu og undirritun samkomulags um vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér.
Meira

Fjallmyndarlegur sigur Tindastóls á Ásvöllum

Lið Tindastóls lék fjórða leik sinni í B-riðli 4. deildar í gær en þá mættu strákarnir liði KÁ á Ásvöllum í Hafnarfirði en þeir KÁ-menn eru b-lið Hauka. Stólarnir náðu yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik og unnu að lokum öruggan 0-5 sigur og komu sér betur fyrir í toppbaráttu riðilsins sem er bísna sterkur.
Meira

Heiðursborgari Skagafjarðar stjórnar jarðýtu og brýtur land til ræktunar

Hvað gerir heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar eftir að hann hefur lokið farsælu starfi við ritun og útgáfu tíu binda ritraðar Byggðasögu Skagafjarðar? Jú, hann fær lánaða jarðýtu og brýtur land til ræktunar á stórbúi í Blönduhlíð.
Meira

Eftirlegukindur Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga :: Vísur og botnar sem skiluðu sér ekki á réttan stað

Það óheppilega atvik varð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga að nokkrar sendingar lentu ekki á réttum stað í tölvupósti og uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að keppnin hafði verið gerð upp. Er þetta harmað mjög og viðkomandi beðnir afsökunar.
Meira

Bjórhátíðin haldin í tíunda sinn

Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem var líka afmælishátíð. Að þessu sinni var hún haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll og tókst bara ansi vel. Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni.
Meira

„Væri ofboðslega gaman að fara til Turin að sjá úrslitakvöld Eurovision“ / ALEXANDRA

Tón-lystin heimsækir nú stórsöngkonuna og Hofsósinginn Alexöndru Chernyshovu (1979) sem síðustu árin hefur búið í Reykjanesbæ. Alexandra, sem er fædd og uppalin í Kænugarði í Úkraínu, fluttist á Hofsós árið 2005 ásamt eiginmanni sínum, Jóni Hilmarssyni, skólastjóra og ljósmyndara, og börnum þeirra. Þar bjuggu þau í sjö ár og var Alexandra á þeim tíma stóreflis menningarsprauta inn í skagfirskt samfélag, stofnaði meðal annars söngskóla og setti upp óperusýningar og tónleika.
Meira

Ticket to ride

TIcket to ride er vinsælt tveggja til fimm manna borðspil þar sem leikmaðurinn reynir að tengja saman borgir og leggja langar lestarleiðir um hinar ýmsu heimsálfur.
Meira

Meirihlutasáttmáli undirritaður í Skagafirði

Skrifað var undir meirihlutasáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í dag 3. júní. Athöfnin fór fram í Kakalaskála að Kringlumýri í Blönduhlíð. Í fréttatilkynningu frá meirihlutanum segir að ráðningarsamningur við núverandi sveitarstjóra, Sigfús Inga Sigfússon verði endurnýjaður.
Meira