Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir framkvæmdir við Ketubjörg

Myndirnar sýna hvernig hönnun við Ketubjörg er hugsuð. Myndir: Skagafjordur.is.
Myndirnar sýna hvernig hönnun við Ketubjörg er hugsuð. Myndir: Skagafjordur.is.

„Þau gleðilegu tíðindi bárust í dag að Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2022 að upphæð kr. 23.693.200 fyrir verkefnið aðgengi og öryggi ferðamanna við Ketubjörg,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þar kemur jafnframt fram að til standi að hefja framkvæmdir við að bæta aðgengi og aðstöðu fyrir ferðamenn við Ketubjörg enda nýtur svæðið vaxandi vinsælda ferðamanna og mikilvægt að bregðast við því. Samkvæmt fréttinni er þegar búið að hanna tvö bílastæði við tvo útsýnisstaði og skipuleggja og hanna merkingar á svæðinu, hanna göngustíga og öryggisráðstafanir við björgin.

 

 

„Verkefnið fellur vel að áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða þegar kemur að stýringu ferðamanna, áfangastaðaáætlunum, náttúruvernd og öryggi. Notast verður við efni sem fellur vel að umhverfinu við gerð bílastæðanna og gönguleiðanna,“  segir á Skagafjordur.is „Þetta eru svo sannarlega gleðileg tíðindi fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir