Skipulagsfulltrúa þakkað farsælt starf í Húnaþingi

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir afhendir Eyjólfi á Stoð blómvönd og þakkar fyrir farsæl störf. MYND: HÚNAÞING VESTRA
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir afhendir Eyjólfi á Stoð blómvönd og þakkar fyrir farsæl störf. MYND: HÚNAÞING VESTRA

Síðastliðinn fimmtudag leit Eyjólfur Þórarinsson hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. við á skrifstofu Húnaþings vestra en hann hefur starfað sem skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins sl. sjö ár. Nú verða hins vegar vaktaskipti því með tilkomu nýrrar skrifstofubyggingar hefur verið ráðinn skipulagsfulltrú í Húnavatnssýslum og hefur Bogi Kristinsson Magnusen tekið við starfi skipulagsfulltrúa fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslunum.

Í frétt á vef Húnaþings vestra er Eyjólfi þakkað fyrir farsæl störf í þágu sveitarfélagsins og Bogi jafnframt boðinnvelkomin til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir