Rúmar 23 milljónir til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum á Norðurlandi vestra

Hvítserkur. Mynd af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.
Hvítserkur. Mynd af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði í vikunni grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá samtals rúmar 23 milljónir króna.

Þar er um að ræða Hveravelli sem fá í sinn hlut 3,3 millj. í ár til að bæta merkingar innan verndarsvæðis; Minjastofnun Íslands vegna deiliskipulags og aðgerða til verndar minjum á Örlygsstöðum í Skagafirði, samtals 5.000.000, og 15 milljónir eru ætlaðar í hönnun og framkvæmdir við Hvítserk í Húnaþingi vestra.

Í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu verður úthlutað rúmlega 914 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða í ár sem gerir það kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp efnislega innviði á ferðamannastöðum, s.s. göngustíga, útsýnispalla, bílastæði og salerni. Aukin áhersla er á langtímaáætlanir í uppbyggingu staða en einnig á aukna miðlun og merkingar, ekki síst á stöðum þar sem samspil er á milli náttúru og menningarsögulegra minja.

65 nýir staðir

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er stefnumarkandi áætlun sem Alþingi samþykkti 2018. Verkefnaáætlanir eru gerðar til þriggja ára og eru uppfærðar á hverju ári. Ný verkefnaáætlun sem ráðherra kynnti í vikunni nær til áranna 2022-2024.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir