Margrét Eir í Sauðárkrókskirkju að kvöldi skírdags

Margrét Eir. MYND AF NETINU
Margrét Eir. MYND AF NETINU

Lífið virðist loks vera að nálgast sitt gamla form eftir tvö skrýtin ár undir oki kórónuveirunnar með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Eitt dæmi um þetta er að Sauðárkrókskirkja býður á ný til tónleika að kvöldi skírdags en nú mun söngkonan góðkunna, Margrét Eir, syngja sín uppáhaldslög við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar.

Í hléi verður atburða skírdags minnst eins og sagt er frá þeim í Biblíunni og boðið til altarisgöngu, þar sem brauð úr Sauðárkróksbakaríi verður brotið og bergt á ávexti vínviðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir