Karlakórinn Heimir með tónleika í kvöld

Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis fara fram í Miðgarði í kvöld, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Vӓljaots. Heimispiltar hafa æft stíft fyrir tónleikana og vænta þess að fólk fjölmenni í Menningarhúsið í Miðgarði. Á Facebook-síðu kórsins er þeim sem ekki nenna að standa í biðröð bent á að hægt er að nálgast miða í Olís Varmahlíð og Blómabúðinni á Sauðárkróki. Sama gamla góða miðaverðið, kr. 4000.

Í Covid-faraldrinum gripu Heimismenn tækifærið og gerðu eldri útgáfur kórsins aðgengilegar og eru allir geisladiskar kórsins komnir inn á Spotify. „Við höfum nú þær gleðifréttir að færa að platan Kom söngur frá 1984 er einnig komin þangað inn. Þá var stjórnandi kórsins Jirí Hlavácek og undirleikari Stanislava Hlaváckova, frábært tónlistarfólk frá Tékkóslóvakíu - og er hluti laganna á plötunni sóttur í mið-evrópska tónlistarhefð. Einnig má þar finna rammíslensk karlakórslög og falleg tví- og þrísöngslög. Við vonum að notendur Spotify hafi gaman af – og ef til vill geta einhverjir notað tækifærið til þess að rifja upp gömul kynni af þessari plötu sem lengi hefur ófáanleg,“ segir á Facebook-síðunni.

Hér fyrir neðan má sjá þingeyskan standard sem hljóma mun á tónleikunum í kvöld, Dalurinn minn. Tvöfaldan dúett syngja Pétur Stefánsson, Aron Pétursson, Halldór Einarsson og Valgeir Kárason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir