Jóhanna Ey í efsta sæti Byggðalistans

Byggðalistinn 2022. Aðsend mynd.
Byggðalistinn 2022. Aðsend mynd.

Byggðalistinn hefur opinberað framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Skagafirði vorið 2022. Jóhanna Ey Harðardóttir tekur við forystuhlutverkinu af Ólafi Bjarna Haraldssyni, Sveinn Úlfarsson vermir annað sætið og Eyþór Fannar Sveinsson það þriðja.

Svona lítur listinn út í heild sinni:

  1. Jóhanna Ey Harðardóttir, fatahönnuður, húsa og húsgagnasmíðanemi
  2. Sveinn Úlfarsson, bóndi
  3. Eyþór Fannar Sveinsson, smíðakennari, rafiðnfræðingur, atvinnurekandi og byggingafræðinemi
  4. Högni Elfar Gylfason, bóndi
  5. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, garðyrkjufræðingur
  6. Ólafur Bjarni Haraldsson, sjómaður
  7. Anna Lilja Guðmundsdóttir, ritari, bókavörður og kennaranemi
  8. Pálína Hildur Sigurðardóttir, leikskólakennari
  9. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi, stuðningsfulltrúi og búfræðingur
  10. Þórunn Eyjólfsdóttir, bóndi og íþróttakennari
  11. Sigurjón Leifsson, afgreiðslumaður
  12. Ásta Birna Jónsdóttir, rekstrarstjóri
  13. Jón Sigurjónsson, bóndi og sjómaður
  14. Jón Einar Kjartansson, bóndi
  15. Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir, kennaranemi og stuðningsfulltrúi
  16. Alex Már Sigurbjörnsson, verkamaður
  17. Teresa Sienkiewicz, ræstitæknir
  18. Agnar H. Gunnarsson, bóndi og fyrrverandi oddviti Akrahrepps

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir