Jóhanna Ey í efsta sæti Byggðalistans
feykir.is
Skagafjörður
07.04.2022
kl. 08.19
Byggðalistinn hefur opinberað framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Skagafirði vorið 2022. Jóhanna Ey Harðardóttir tekur við forystuhlutverkinu af Ólafi Bjarna Haraldssyni, Sveinn Úlfarsson vermir annað sætið og Eyþór Fannar Sveinsson það þriðja.
Svona lítur listinn út í heild sinni:
- Jóhanna Ey Harðardóttir, fatahönnuður, húsa og húsgagnasmíðanemi
- Sveinn Úlfarsson, bóndi
- Eyþór Fannar Sveinsson, smíðakennari, rafiðnfræðingur, atvinnurekandi og byggingafræðinemi
- Högni Elfar Gylfason, bóndi
- Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, garðyrkjufræðingur
- Ólafur Bjarni Haraldsson, sjómaður
- Anna Lilja Guðmundsdóttir, ritari, bókavörður og kennaranemi
- Pálína Hildur Sigurðardóttir, leikskólakennari
- Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi, stuðningsfulltrúi og búfræðingur
- Þórunn Eyjólfsdóttir, bóndi og íþróttakennari
- Sigurjón Leifsson, afgreiðslumaður
- Ásta Birna Jónsdóttir, rekstrarstjóri
- Jón Sigurjónsson, bóndi og sjómaður
- Jón Einar Kjartansson, bóndi
- Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir, kennaranemi og stuðningsfulltrúi
- Alex Már Sigurbjörnsson, verkamaður
- Teresa Sienkiewicz, ræstitæknir
- Agnar H. Gunnarsson, bóndi og fyrrverandi oddviti Akrahrepps
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.