Hvar er miðbærinn á Sauðárkróki?

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lagt til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi eru þrjú miðsvæði nefnd en í fundargerð nefndarinnar segir að nokkuð óljóst hafi verið hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera.

Eftir því sem fram kemur í  fundargerðinni telur nefndin að skilgreina þurfi svæði í skipulagi sem sérstakan miðbæjarkjarna með það að markmiði að byggja upp miðbæjarumhverfi sem er sýnilegt og hefur aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti sem heimsækja bæinn og er um leið spennandi tækifæri fyrir fjárfesta. Í vinnunni verði leitað eftir hugmyndum og tillögum í samráði við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök. Byggðarráð mun fá tillöguna til umfjöllunar.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir,
formaður umhverfis- og samgöngunefndar.

„Mörgum hefur þótt erfitt að finna miðbæinn okkar, þurfum við kannski nýjan miðbæ? Aðdráttarafl fyrir gesti og og stað fyrir iðandi mannlíf eins og t.d. Selfoss og Egilsstaðir eru að gera? Við í nefndinni teljum brýnt að hefja hugmyndavinnuna sem fyrst og að unnið verði markvisst að þessu í samvinnu við íbúa og aðra sem hafa þekkingu á hönnun og skipulagi. Það gæti komið eitthvað virkilega skemmtilegt og fallegt út úr þeirri vinnu,“ segir Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður nefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir