Hundahótelið Hólakot
Parið Ingveldur og Jón ásamt 3 börnum sínum búa í Böðvarsstöðum í Húnaþingi vestra, rétt austan megin við Hvammstanga og eru búin að opna hundahótel og þjálfun. Á Hólakoti er lagt mikið upp úr því að hundarnir fái góða útiveru í stóru og fallegu útigerði ásamt reiðskemmu sem hægt er að nýta í slæmum veðrum. Ingveldur og Jón svara nokkrum spurningum um Hólakot og hvernig þetta gengi fyrir sig og hvetjum ykkur endilega að kíkja á facebook síðuna hjá þeim www.facebook.com/Hólakot og holakot.is
Hvernig fékkstu hugmyndina að byrja með hundahótel? Ég var röltandi um með barnavagn og hugsaði með mér hvað ég gæti gert til að skapa mér meiri vinnu heima fyrir, fór heim og fékk mér kaffi, opnaði facebook og sá hundahótel til sölu!! Svo byrjaði boltinn bara að rúlla.
Hvaða fólk stendur á bak við Hólakot? Ingveldur Ása og Jón Ben.
Hvernig verður opnunartími? Það verður opið flesta mánuði ársins, ekki maí vegna sauðburðar og ekki september vegna fjárrags.
Er hámarks og lámarks dvalartími? Nei.
Hvað getið þið tekið á móti mörgum hundum? 8 hundum.
Hvernig verður dagskráin yfir dagurinn hjá hundunum? Fyrir hádegi, útivera. Matur. Yfir hádegi, hvíld. Eftir hádegi, útivera. Fyrir nóttina, stutt útivera.
Verða hundarnir allir saman eða í hópum eftir stærðum? Í útiveru verða hundar saman sem geta það.
Eigið þið hunda? Já, eigum þrjár Border collie tíkur, Týra, Perla og Fífa.
Hvað er svona skemmtilegt við hunda? Hundar eru ótrúlega góður félagsskapur, tryggir og besti vinur mannsins.
Hafið þið pælt í að bjóða upp á svipað fyrir aðrar dýrategundir? Nei, það höfum við ekki gert.
Viljiði bæta einhverju við? Endilega fylgið okkur á samfélagsmiðlum og bókið frí fyrir hundinn ykkar á www.holakot.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.