Gillon – Tímaglas

Á nýársdag kom út nýtt lag með Gillon (Gísla Þór Ólafssyni) og nefnist það Tímaglas. Lagið er 4. kynningarlag væntanlegrar plötu sem nú er í bígerð í Stúdíó Benmen og mun hún nefnast Bláturnablús.

Gillon á tónleikum.
Mynd: Hjalti Árna.

Hljóðfæraleikur er í höndum þeirra Gillons og Sigfúsar Arnars Benediktssonar, en Sigfús sér einnig um upptökustjórn. Fyrsta plata Gillons, Næturgárun kom út árið 2012 og verður því 10 ára á árinu. Öll lög og textar á væntanlegri plötu eru eftir Gísla Þór Ólafsson.
Hægt er að spila lagið á öllum helstu streymisveitum, en það kom út í gegnum Dreifir.is.
/Fréttatilkynning

HÉR er hægt að nálgast Tímaglasið á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir