Einar E. Einarsson leiðir lista Framsóknar í Skagafirði

Framboðslisti B-lista Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí nk. var kunngjörður í kvöld. Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili, leiðir listann en Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur á Sauðárkróki, Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps og Sigurður Bjarni Rafnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, koma þar á eftir.

Svona lítur listinn út í heild sinni:

  1. Einar Eðvald Einarsson, bóndi
  2. Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur
  3. Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps
  4. Sigurður Bjarni Rafnsson, Aðstoðar slökkviliðsstjóri
  5. Eyrún Sævarsdóttir, sérfræðingur
  6. Sigríður Magnúsdóttir, atvinnurekandi
  7. Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi
  8. Atli Már Traustason, bóndi
  9. Axel Kárason, dýralæknir
  10. Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
  11. Sæþór Már Hinriksson, framkvæmdastjóri
  12. Sigríður Inga Viggósdóttir, verkefnastjóri frístundar
  13. Kristján Jónsson, starfsmaður íþróttamannvirkja
  14. Ísak Óli Traustason, íþróttamaður og íþróttakennari
  15. Ragnhildur Jónsdóttir, bóndi
  16. Andri Þór Árnason, sérfræðingur
  17. Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
  18. Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir