Einar E. Einarsson leiðir lista Framsóknar í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
27.03.2022
kl. 21.31
Framboðslisti B-lista Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí nk. var kunngjörður í kvöld. Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili, leiðir listann en Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur á Sauðárkróki, Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps og Sigurður Bjarni Rafnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, koma þar á eftir.
Svona lítur listinn út í heild sinni:
- Einar Eðvald Einarsson, bóndi
- Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur
- Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps
- Sigurður Bjarni Rafnsson, Aðstoðar slökkviliðsstjóri
- Eyrún Sævarsdóttir, sérfræðingur
- Sigríður Magnúsdóttir, atvinnurekandi
- Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi
- Atli Már Traustason, bóndi
- Axel Kárason, dýralæknir
- Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
- Sæþór Már Hinriksson, framkvæmdastjóri
- Sigríður Inga Viggósdóttir, verkefnastjóri frístundar
- Kristján Jónsson, starfsmaður íþróttamannvirkja
- Ísak Óli Traustason, íþróttamaður og íþróttakennari
- Ragnhildur Jónsdóttir, bóndi
- Andri Þór Árnason, sérfræðingur
- Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
- Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.