Bjórhátíðin haldin í tíunda sinn
Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem var líka afmælishátíð. Að þessu sinni var hún haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll og tókst bara ansi vel. Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni.
Hátíðin hefur þróast í það að vera líka mikil matarhátíð og í dag voru pítsur með skagfirsku hráefni á boðstólnum, hægeldaður grís, Surf & Turf samloka með skagfirsku hrossakjöti og risarækjum, chorizo pylsur og ærkjötsborgari.
Eins og áður, þá velja gestir bestu bjórana og í ár varð það bjór frá Brother's Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, sem fékk 1. verðlaun, Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti. Við óskum auðvitað vinum okkar úr Vestmannaeyjum til hamingju með sigurinn. Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo viðurkenningu fyrir besta básinn.
/Tekið af fésbókarsíðu Bjórseturs Íslands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.