Bertel Benóný vann Hard Wok mótið sl. þriðjudag

Mynd tekin af Facebook-síðu GSS
Mynd tekin af Facebook-síðu GSS

Á þriðjudaginn var fór fram næst síðasta Hard Wok háforgjafarmótið á Hlíðarendavelli í frábæru golfveðri. Þátttakendur voru 24 talsins og þar af voru tíu konur og 14 karlmenn. Sex af þeim sem tóku þátt náðu 19 punktum eða meira sem er frábær árangur.

Sigurvegari mótsins með 25 punkta var Bertel Benóný Bertelsson en hann hefur verið mjög duglegur að taka þátt í þessum mótum í sumar og er forgjöfin hans búin að lækka mikið í sumar fyrir vikið. Þá er gaman að segja frá því að tveir einstaklingar gerðu sér lítið fyrir og settu niður fugl og voru það þeir Bertel Benoný á fimmtu holu og Markús Máni á sjöundu holu. GSS ásamt Feyki óskar sigurvegara mótsins til hamingju með árangurinn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir