Vetrarmyndir frá Hofsósi

Í þeim áhlaupum sem gengu yfir Norðurland fyrir og um nýliðin áramót fylgdi mikil úrkoma og dró víða í skafla hlémegin við hóla, runna og mannvirki. Á Hofsósi hlóðst upp snjór, einna mest í brekkunni í Kvosinni þar sem Íslenska fánasaumastofan og Vesturfarasetrið standa. Var óttast að hengjurnar færu af stað í hlákunni sem nú stendur yfir og var svæðinu lokað um tíma.

Blaðamaður Feykis heimsótti Hofsós í hlákunni í gær og tók nokkrar myndir sem sýnir hvernig kári hefur skilið nokkur snjókorn eftir á yfirreið sinni um þorpið.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir