Vélin lent á Alexandersflugvelli

Flugvél Eyjaflugs lenti á Alexandersflugvelli um þrjúleytið í dag og var vel tekið á móti starfsmönnum flugfélagsins en Stefán Vagn Stefánsson formaður Byggðarráðs Svf. Skagafjarðar og Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri afhentu þeim blómvendi við komuna.

Þrátt fyrir tafir jómfrúarferðar flugfélagsins til Sauðárkróks vegna bilunar var almenn gleði yfir mannskapnum og hugtakið: „Fall er fararheill,“ á vörum flestra viðstaddra, enda búið að bíða lengi eftir því að flugi yrði komið aftur á á Krókinn og því skiptu nokkrar klukkustundir til viðbótar ekki öllu máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir