Ungir og upprennandi leikarar Varmahlíðarskóla

Krakkarnir í Varmahlíðarskóla sýndu stjörnuleik fyrir fullu húsi þegar Árshátíð yngri nemenda skólans var haldin var í Miðgarði í gær. Leikritið sem krakkarnir sýndu kallast Ljónið og er leikgerð byggð á vinsælu Disney teiknimyndinni Konung ljónanna, í íslenskri þýðingu Ólafs S. K. Þorvaldz. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir sá um leikstjórn.

Nemendur og starfsfólk skólans lögðu greinilega heilmikla vinnu í að gera sýninguna sem flottasta og augljóslega miklar æfingar sem liggja að baki. Áhorfendur nutu sýningarinnar í botn, þar var mikið hlegið og klappað og börn í salnum fylgdust heilluð með leikritinu. Að sýningunni lokinni færðu gestir sig yfir í Varmahlíðarskóla og þáðu þar kaffiveitingar.

Hér má sjá nokkrar myndir sem blaðamaður Feykis smellti af ungu og upprennandi leikurunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir