Svipmyndir frá árshátíð Árskóla

Árshátíð unglingastigs Árskóla er hafin en nemendur 8. og 9. bekkjar hafa að venju upp sett á svið nokkrar leiksýningar í Bifröst á Sauðárkróki. Frumsýningin fór fram í gær og eru tvær sýningar eftir af fjórum og fara þær fram í dag miðvikudaginn 23. janúar klukkan 17:00 og 20:00.

Feykir leit við á generalprufunni sem fór fram í gærmorgun og festi nokkrar myndir frá leiksýningunni á filmu. Salurinn var fullur af glaðbeittum unglingum sem skemmtu sér augljóslega konunglega yfir leikritinu.

Fyrir þá sem vilja fara í leikhúsið í kvöld þá geta þeir pantað miða í síma 453-5216 frá klukkan 14:00 til 20:00 í dag. Miðaverð er kr. 1200,- fyrir fullorðna, kr. 800,- fyrir grunnskólanemendur og kr. 500,- fyrir börn á leikskólaaldri.

Ekki er tekið við greiðslukortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir