Sækja innblástur frá umhverfinu

Opið hús var í Nes listamiðstöð í gærkvöldi og gafst fólki tækifæri til þess að berja augum afrekstur vinnu þeirra tólf listamanna sem þar dvelja um þessar mundir. Listamennirnir notast við margvíslegar aðferðir en þar mátti sjá málverk, myndbönd, innsetningar, vefnað og ljósmyndun.

Það úrval listaverka sem þarna var vakti mikla hrifningu viðstaddra en margir listamanna sóttu innblástur frá umhverfi Skagastrandar og víðar á Íslandi. Þar má nefna gríðarstóra „panorama“ landslagsmynd eftir fransk-spænska listamanninn Luis Miguel Dominguez en hann notaði til þess blek og vatn en hann lofsamaði íslenska vatnið óspart.

Þá sýndi hin þýska Christin Lutze gestum og gangandi myndir sínar af bátum, húsum og kirkjum sem hún málaði með blönduðum aðferðum, t.d. vatnslitum og akrýl. Sigbjørn Bratlie textíllistamaður frá Noregi hengdi þvott upp á snúru þar sem búið var að skjóta örvum í gegnum fötin og minnti þetta óneitanlega á kántrí-tengsl Skagastrandar. Þessi verk, ásamt öðrum eftir fleiri listamenn, má sjá á meðfylgjandi myndum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir