Nýju klippurnar vígðar 112 deginum

Fjölmenni safnaðist saman við slökkvistöð Brunavarna A-Hún á Blönduósi af tilefni 112 deginum sem haldinn var hátíðlegur um allt land í gær. Boðið var upp á skemmtilega dagskrá sem hófst með bílferð um bæinn og endaði hún á slökkvistöðinni. Þar var björgun úr bílflaki sett á svið og við tækifærið voru nýju björgunarklippur slökkviliðsins vígðar.

Mikil ánægja ríkir hjá slökkviliðinu með nýju klippurnar og vöktu þær hrifningu viðstaddra eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en bíllinn var nánast í ræmum eftir prufukeyrsluna.

Þá fengu Kári Kárason og sonur hans Pétur Arnar viðurkenningu frá Rauða kross Íslands fyrir að hafa beitt skyndihjálp og bjargað lífi á eftirtektarverðan hátt er þeir björguðu ökumanni frá drukknun þegar bíll hans valt við brúarvegrið og festist á hvolfi ofan í á.

Að dagskránni stóðu Björgunarfélagið Blanda, Brunavarnir A-Hún., Heilbrigðisstofnunin Blönduósi, Rauðakrossdeildin og Lögreglan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir