Nemendur Grunnskólans á Hólum setja upp Ávaxtakörfuna

Það linnir ekki leiksýningunum hjá skagfirskum grunnskólanemendum þessa dagana. Nemendur 1.-7. bekkjar Grunnskólans að Hólum hafa að undanförnu staðið í ströngu við æfingar á hinu ástsæla og sívinsæla leikriti Ávaxtakörfunni en leikritið verður sýnt í Grunnskólanum að Hólum í kvöld, föstudaginn 15.mars kl. 20:00. 

Í fréttatilkynningu frá Grunnskólanum á Hólum segir að boðskapur þessa leikrits eigi vel við í dag sem endranær en hann gengur einkum út á að allir eigi að vera jafnir, án tillits til litar eða lögunar og ekki sé með nokkru móti réttlætanlegt að leggja aðra í einelti.

Að lokinni sýningu eru kaffiveitingar í boði foreldrafélagsins. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri og 1500 kr. fyrir fullorðna (ekki tekið við greiðslukortum). „Allir eru hjartanlega velkomnir,“ segir loks í tilkynningu.

Hér eru myndir sem Björg Baldursdóttir tók á generalprufunni sem fór fram í gærkvöldi.

.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir