Lúsíuhátíð í dag
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning
12.12.2013
kl. 11.39
Sú hefð hefur skapast í Árskóla að halda Lúsíudaginn hátíðlegan, en í dag munu nemendur 6. bekkjar Árskóla ferðast um bæinn og syngja jólasöngva fyrir gesti og gangandi.
Nemendurnir hófu daginn á því að syngja fyrir leikskólabörnin á Ársölum en eftir hádegið heimsækja þau Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, Stjórnsýsluhúsið, Íbúðarlánasjóð og Skagfirðingabúð. Klukkan 17:00 í dag munu krakkarnir svo skemmta fólki með söng í matsal Árskóla.
Allir velkomnir í Árskóla í dag, fimmtudaginn 12. desember kl.17:00.
Blaðamaður Feykis kíkti í heimsókn á yngra stig Ársala í morgun þegar Lúsíuna bar að dyrum.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.