Litríkt lið og lunknir söngvarar

Það viðraði vel til útiveru í gær en þá vildi svo vel til að það var öskudagur. Undarleg gengi þvældust því um Krókinn með plastpoka eða aðrar haganlegar geymslur undir nammi og annað fínerí sem hægt var að verða sér út um fyrir það eitt að syngja fyrir starfsfólk verslana, fyrirtækja eða stofnana.

Að venju voru þeir hópar sem mættu til Nýprents og Feykis mynduð og má sjá afraksturinn hér að neðan. Það gleður þá sem taka á móti krökkunum að fjölbreytileikinn í lagavali er að aukast hjá krökkunum en Gamli Nói er þó sígildur og verður sennilega sunginn á meðan öskudagur er við líði. Júróvisjónlögin Ég á líf og Ég syng voru vinsæl í gær og það var augljóst að söngspírurnar voru sérstaklega hrifin af framlagi Sollu stirðu.

Öskudagurinn er alltaf flottur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir