Jólamarkaður á Hvammstanga - myndir
feykir.is
Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
02.12.2013
kl. 09.01
Í gær, 1. desember, var hinn árlegi jólamarkaður haldinn í félagsheimilinu á Hvammstanga og að vanda var vöruúrvalið fjölbreytt sem boðið var til sölu. Flest það sem á söluborðum var er unnið og framleitt af hæfileikaríku fólki úr Húnaþingi vestra. Þá voru ljósin á jólatrénu tendruð við félagsheimilið og sungu grunnskólabörn til að magna upp jólastemninguna og ekki skemmdi fyrir að jólasveinarnir þjófstörtuðu eins og algengt er nú á dögum og komu í heimsókn krökkunum til mikillar gleði. Anna Scheving á Hvammstanga kíkti á jólamarkaðinn með myndavélina og sendi Feyki eftirfarandi myndir.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.