Hrútaveisla í Akrahreppi - Myndir
Hrútaveisla í Akrahreppi var yfirskrift hrútasýningar Félags fjárbænda í Akrahreppi sem haldin var sl. sunnudag í fjárhúsunum á Þverá. Sýningin dró að sér fjölda fólks sem eflaust hafði þá gömlu staðreynd í huga að maður sé manns gaman. Að sögn Guttorms Stefánssonar bónda í Grænumýri og formanns félagsins fór aðsóknin fram úr allra björtustu vonum skipuleggjenda en hann var afar sáttur eftir daginn.
Sýningin er sú fyrsta í hreppnum eftir rúmlega tveggja áratuga bann meðan Tröllaskagahólf taldist sýkt svæði og þar með ólöglegt að selja fé á milli bæja innan þess. Síðastliðið haust var þessu banni hins vegar aflétt er gerðar voru breytingar á varnarlínum vegna sauðfjársjúkdóma og hólfið flokkað sem ósýkt svæði utan Dalvíkurbyggð norðan Hámundarstaða en Tröllaskagahólf nær frá Héraðsvötnum í vestri til Eyjafjarðarár í austri.
Í Feyki vikunnar er nánar sagt frá Hrútaveislunni í Akrahreppi sem og í Fljótunum en þar fór framsýning daginn áður.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.