Hressilegur öskudagur
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
05.03.2014
kl. 17.00
Það ætti vart að hafa farið framhjá nokkrum manni að það var öskudagur í dag. Krókurinn var fullur af hressum krökkum sem fóru um syngjandi fyrir nammi og meðal annars fór Feykir ekki varhluta af herlegheitunum.
Lagaval krakkanna var með ágætum þó svo að Krummi í klettagjánni og Gamli Nói hafi alveg fengið sinn skammt. Heyra mátti nokkur nýleg Júróvisjónlög, danspopp við undirspil úr símtæki og að sjálfsögðu Maístjörnuna. Sumir hafa látið hendur standa fram úr ermum við búningagerð en aðrir höfðu minna fyrir hlutunum.
Það er hinsvegar alltaf eitt pottþétt - öskudagurinn er alltaf fullur af stuði. Hér má sjá nokkrar myndir af góðum gestum sem heimsóttu Nýprent í dag >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.