Hellingur af öskudagsmyndum
Öskudagurinn var í dag og krakkar á ferðinni með haldgóða poka til að geyma nammi í. Ágætar aðstæður voru til að ganga á milli fyrirtækja og stofnana, það snjóaði í logni og ekki annað að sjá en allir væru í sínu besta formi.
Á Króknum var fullt af krökkum á ferðinni skrautlega klædd og fagurlega máluð. Það mátti sjá prinsessur og bófa, Jóhönnu Sigurðar og Jón Bjarnason, fótboltamenn, uppvakninga, asna og mjólkurfernur svo eitthvað sé nefnt. Að þessu sinni var lagaúrvalið óvenju frumlegt og fjölbreytt og heyrði jafnvel til undantekninga að sungið væri um klaufann hann Gamla Nóa en þó kom fram að hann kann ekki að passa börn.
Hér eru nokkrar myndir af ungmennum sem heimsóttu Nýprent í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.