Frjálsíþróttaskóli UMFÍ - myndir

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var starfræktur á Sauðárkróki dagana 22. til 26. Júlí sl. 20 krakkar tóku þátt í skólanum að þessu sinni. Þau komu víða að, flest frá Skagafirði en einnig frá Hólmavík og Reykjavík. Þjálfarar skólans voru Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sigurðsson. Feykir hafði samband við Dúfu Dröfn Ásbjörnsdóttur og spurðist fyrir um skólann.

Krakkarnir æfðu tvisvar á dag og gerðu einnig margt skemmtilegt þess á milli, m.a. fóru þau í klifur, sund og bátasiglingar. Á fimmtudeginum 25. júlí sl. var svo haldið frjálsíþróttamót þar sem krakkarnir kepptu bæði innbyrðis og við aðra. ,,Þau stóðu sig öll með mikilli prýði,” bætir Dúfa við.

Feykir kíkti á mótið hjá krökkunum á fimmtudeginum og smellti nokkrum myndum af  ungu íþróttagörpunum.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir