Áramótalömb borin á Svaðastöðum

Á Svaðastöðum í Skagafirði beið drengsins Andra Snæs aldeilis óvæntur glaðningur á nýársdag, að sögn móður drengsins, þegar hann skrapp inn í fjárhús með ömmu sinni til að gefa Mókollu sinni korn. Þar uppgötvaði hann að Surtla hennar ömmu Svölu var komin með tvö lömb. 

Að sögn Svölu Jónsdóttur eiganda ærinnar er afraksturinn ekki amalegur því Surtla bar einnig tveimur lömbum sl. vor.

Hér má skoða nokkrar myndir frá Svölu og Ritu Didriksen sem teknar voru við þetta skemmtilega tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir