Tindastólssigur í fyrsta leik

M.fl. karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu sl. sunnudag þegar liðið spilaði við KA2 í Boganum á Akureyri. KA2 verið að ná góðum úrslitum undanfarið, samkvæmt fréttatilkynningu frá Tindastóli, og gerði liðið m.a. jafntefli við 1. deildarlið Þórs og sigraði KF 2-0 í svokölluðu Kjarnafæðismóti en þar hafnaði liðið í efsta sæti síns riðils.

„Þetta var hinsvegar fyrsti leikur okkar manna sem hafa æft við afar erfiðar aðstæður undanfarnar vikur undir stjórn Sigga Donna og varla geta sparkað í bolta. Æfingarnar hafa flestar farið fram á svölunum inni í íþróttahúsinu og í tröppunum á sama stað þar sem litli sparkvöllurinn hefur ekki náð að bræða af sér,“ segir í tilkynningunni.

Tindastóll sigraði hinsvegar í leiknum og það var Ingvi Hrannar Ómarsson sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Pálma Þórssyni eina mark leiksins. „Þrátt fyrir að KA væri meira með boltann vörðust okkar menn vel og uppskáru sigur eins og áður sagði,“ segir loks í tilkynningunni.

Lið Tindastóls sem fór norður var skipað eftirfarandi leikmönnum:

Bjarni Smári Gíslason, Hallgrímur Ingi Jónsson, Bjarki Már Árnason, Guðni Þór Einarsson, Ingvi Hrannar Ómarsson, Fannar Örn Kolbeinsson, Konráð Freyr Sigurðsson, Atli Dagur Stefánsson, Ágúst Friðjónsson, Óskar Smári Haraldsson, Gabríel Midjord Jóhannsson, Hólmar Daði Skúlason, Jóhann Ulriksen, Jónas Aron Ólafsson, Pálmi Þórsson, Kristófer Tryggvason og  Hristó ( áns markmaður frá Þór sem fenginn var í þennan leik ).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir