Páskamót í blíðskaparveðri

Hið árlega Páskamót Skotfélagsins Markviss fór fram á Blönduósi í gær, skírdag. Góð mæting var á mótið og skemmtu keppendur og aðrir gestir sér konunglega í blíðskapar veðri. Það var Guðmann Jónasson sem sigraði í A-flokki og Jóna P.T. Jakobsdóttir hafnaði í 1. sæti í B-flokki.

Páskamótið var fyrsta mót ársins hjá Skotfélaginu Markviss en framundan er Páskamót hjá Skotfélagi Reykjavíkur þann 4. apríl, Landsmót í Hafnarfirði dagana 18.-19. apríl og úrtökumót fyrir Smáþjóðaleika þann 25. apríl.

Úrslit Páskamótsins urðu eftirfarandi:

B-flokkur

  1. Jóna P.T.Jakobsdóttir
  2. Jón Brynjar Kristjánsson
  3. Bjarnþóra M. Pálsdóttir

A-flokkur

  1. Guðmann Jónasson
  2. Brynjar Þór Guðmundsson
  3. Snjólaug M. Jónsdóttir

Myndir frá mótinu má sjá á facebook-síðu Markviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir