Náttúruhlaup við Húnaver
Dalahlaupið Ultra Valley Run 2016 fer fram í Húnaveri 23. júlí næstkomandi og er þetta í annað sinn sem hlaupið fer fram. Í ár er boðið upp á þrjár vegalengdir, 36 km hring, leið B, 28 km beina leið og 10 km.
Öll hlaupin hefjast klukkan 11:30 laugardaginn 23. júlí og verða ræst fyrir ofan afleggjarann við félagsheimilið Húnaver. Forskráning fer fram á www.hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig að morgni keppnisdags í Húnaveri milli klukkan 07:00 og 8:30. Allir hlauparar sem ljúka hlaupinu hljóta þátttökuverðlaun en einnig eru veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna. Einn verður keppt í þriggja manna sveitakeppni í öllum vegalengdum, óháð aldri og kyni. Nánari upplýsingar er að finna á fésbókasíðu hlaupsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.