Linda Þórdís í landsliðið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.04.2015
kl. 11.08
Linda Þórdís Róbertsdóttir, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfu, var valin í tólf manna hóp í U-18 kvenna. Samkvæmt frétt á vef Tindastóls mun hún því taka þátt í Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð 13.-17. maí næstkomandi fyrir hönd Íslands.
Linda Þórdís er fædd árið 1998. Hún er 182 sm og spilar stöðu framherja/miðherja.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.