Leik Tindastóls og Þórs seinkað til 20:30

Leik Tindastóls og Þór Þorlákshafnar, sem hefjast átti kl. 19.15 í kvöld hefur verið seinkað og er stefnt á að hann hefjist kl. 20:30 í kvöld. Samkvæmd frétt á vef KKÍ er ástæðan sú að dómarar leiksins lentu í umferðaróhappi á Holtavörðuheiðinni á leið sinni norður.

Blessunarlega eru þeir allir heilir á húfi og eftir samráð við KKÍ, eftirlitsmann, dómara leiksins og forráðamenn beggja liða var ákveðið að leikur kvöldsins færi fram með seinkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir