Kormákur mætir Stálúlfi

Kormáksmenn ætla að halda upp á þorrann með heimaleik við lið Stálúlfs í körfuknattleik. Gengi Kormáksmanna hefur verið brösugt hingað til og eiga þeir sex tapleiki að baki. Leikurinn er því sannkallaður botnslagur því Stálúlfur hefur einungis unnið einn leik.

Kormáksmenn vonast til að geta landað sínum fyrsta sigri og hvetja alla til að mæta í stúkuna, en frítt er á leikinn í boði Kidka ehf. og Sveitasetursins á Gauksmýri. Leikurinn fer fram í Íþróttahúsinu á Hvammstanga laugardaginn 7. febrúar og hefst hann kl. 14:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir