Júdóið slúttar á Vormóti Tindastóls

Keppendur á Vormóti Tindastóls í júdó 2019 ásamt þeim Huldu Guðmundsdóttur (vinstra megin) og Sesselju Margréti Albertsdóttur (hægra megin), fyrstu konunum sem hófu að æfa júdó á Íslandi. Mynd: Katharina Sommermeier.
Keppendur á Vormóti Tindastóls í júdó 2019 ásamt þeim Huldu Guðmundsdóttur (vinstra megin) og Sesselju Margréti Albertsdóttur (hægra megin), fyrstu konunum sem hófu að æfa júdó á Íslandi. Mynd: Katharina Sommermeier.

Vormót Tindastóls í júdó var haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Fimmtíu keppendur mættu til leiks frá fimm júdófélögum: KA á Akureyri, Pardus á Blönduósi, Júdódeild Ármanns og Júdófélagi Reykjavíkur í Reykjavík auk Júdódeildar Tindastóls í Skagafirði. Fyrstu konur sem hófu að æfa júdó á Íslandi heiðruðu keppendur með nærveru sinni.

Einar Hreinsson, þjálfari Júdódeildar Tindastóls, segir á heimasíðu deildarinnar að það sé orðinn fastur liður í starfinu að halda opið júdómót í lok vorannar en þetta er fimmta árið í röð sem Vormót Tindastóls í júdó er haldið. Markar það jafnframt lok annarinnar og þar fá júdóiðkendur tækifæri á því að spreyta sig í keppni við iðkendur frá öðrum júdófélögum. Að þessu sinni mættu fimmtíu keppendur til leiks, 21 stelpa og 29 strákar, sem kepptu í fimmtán þyngdar- og aldursflokkum.

Eftir mót fór fram verðlaunaafhending og að þessu sinni afhentu þær stöllur Sesselja Margrét Albertsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir verðlaunin, en þær eru fyrstu konurnar sem hófu að æfa júdó á Íslandi. Það var því mikill heiður að fá þær á mótið og njóta þeirra nærveru, skrifar Einar á Tindastóll.is.

Sjá nánar HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir