Hörkuspennandi leikur Stólanna og KR í DHL höllinni - FeykirTV
Enginn var á ferli á götum Sauðárkróks sl. mánudag og mátti það sennilega rekja til þess að þá fór fram leikur Tindastóls og KR í Reykjavík, en leikurinn var sendur beint á RÚV Sport. FeykirTV fékk að fljóta með stuðningsmönnum Stólanna suður yfir heiðar og fylgdist með leiknum í DHL höllinni en óhætt er að segja að hann hafi verið hörkuspennandi frá upphafi til enda.
Hart var barist og úrslitabragur á leik liðanna, varnirnar voru sterkar, liðin spiluðu fast og leikmenn fengu ekkert gefins. Þrátt fyrir að Stólarnir hafi gefið allt sem þeir áttu í leikinn og spilað vel á köflum voru KR-ingar með yfirhöndina allan tímann og Stólarnir voru alltaf að elta Íslandsmeistaranna, en Tindastóll náði aldrei forystunni í leiknum.
Leikurinn endaði með því að KR tryggði sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með átta stiga sigri, 88-80.
http://youtu.be/uRD9Elc3JYc
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.