Háspenna í Síkinu í kvöld

Tindastóll og Haukar hefja einvígi sitt í 4 liða úrslitum í Domino´s deildinni í Síkinu, Íþróttahúsinu Sauðárkróki, í kvöld kl. 19:15. Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar segir að búast megi við erfiðum leik enda mætast þar tvö góð lið.

Er það algjört  lykilatriði að mæta í Síkið og styðja hressilega við bakið á okkar strákum,“ segir Stefán en heyrst hefur að Hafnfirðingar muni fjölmenna á leikinn.

Auk hörku spennandi leiks á milli liðanna verður danssýning í hlé og skotleikur Domino´s á vísum stað en hann gengur út á að fjórum boltum er kastað upp í stúku og fá þeir sem að grípa þá að spreyta sig á vellinum, sá sem hittir fær ársbirgðir af Dominos-pizzum að launum.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir