Fer sópurinn á loft í kvöld?

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum í kvöld í Síkinu, íþróttahúsinu Sauðárkróki. Stólarnir hafa verið að standa sig mjög vel í deildinni í vetur og hafa tvisvar sinnum sigrað Þórsara, því verður spennandi að sjá hvernig fer á föstudagskvöld.

Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar segir mikilvægt að fólk mæti í Síkið og hvetji liðið til dáða - það skipti gríðarmiklu fyrir gengi liðsins, eins og margoft hefur sýnt sig og sannað. Heyrst hefur að Græni herinn, stuðningsmannalið Þórs, ætli að mæta til að styðja við bakið sínum mönnum.

Stefán segir að eitt sé víst, þ.e. að mikil stemning verði í húsinu á föstudagskvöld. Auk hörkuleiks á milli liðanna verður danssýning í hlé og skotleikur Dominos á vísum stað en hann gengur út á að fjórum boltum er kastað upp í stúku og fá þeir sem að grípa þá að spreyta sig á vellinum, sá sem hittir fær ársbirgðir af Dominos-pizzum að launum.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir